Þjónustunámskeið - Fangaðu orkuna með FISKI!

Minerva og Hagur og þróun standa fyrir námskeiðum og eftirfylgni þeirra í anda hinnar áhrifaríku aðferðarfræði og lífsspeki FISKS!

Fræðsla í anda lífsspeki FISKS hefur hjálpað mörgum fyrirtækjum að efla þjónustuvitund starfsmanna og auka um leið ánægju þeirra í starfi. Aðferðafræðin er einföld og höfðar til hinna ólíkustu hópa starfsmanna. Hana má aðlaga aðstæðum hverju sinni.

Meðal umfjöllunarefnis er:

  • Gleði í starfi og þjónustu
  • Að vera heill í því sem maður tekur sér fyrir hendur
  • Að gera öðrum daginn eftirminnilegan
  • Að velja sér viðhorf í lífi og starfi

Fræðslan byggir á sýningu kvikmyndarinnar um Fiskinn, stuttum fyrirlestrum, umræðum og verkefnum. Eftirfylgni námskeiðs, ef óskað er, er unnin með stjórnendum

Í lok námskeiðsins gefst þátttakendum kostur á að kaupa íslenska útgáfu bókariinar um FISKINN! með 25% afslætti.

Leiðbeinandi: Árný Elíasdóttir, MA, ráðgjafi um fræðslu og starfsþróun sem hefur reynslu af því að vinna með lífsspeki Fisks!. Árný er framkvæmdastjóri Minervu og stundakennari við HÍ. arny@minerva.is

Sjá nánar um FISK:

http://www.vtlausn.is

http://www.charthouse.com/fp_caseStories.asp?