Þjónusta

Hverjar eru þarfir þínar?

Ef þú svarar einhverri af eftirfarandi spurningum neitandi gæti ráðgjöf frá Minervu verið svar fyrir fyrirtæki þitt eða stofnun:
· Skilar fjárfesting í fræðslu og þjálfun í fyrirtæki þínu eða stofnun tilætluðum árangri?
· Er fræðsla og þjálfun tæki til að framfylgja stefnu og markmiðum fyrirtækisins/stofnunarinnar?
· Er lögð áhersla á þá meginhæfni sem þarf í starfseminni?
· Er skoðaðar orsakir slakrar frammistöðu?
· Eru fræðsluþarfir greindar?
· Er þekkingarstjórnun og sjálfsnám hluti af fræðslu og þjálfun?
· Eru fjölbreyttar leiðir/aðferðir notaðar til að ná markmiðum fræðslunnar?
· Er skipulag fræðslu og þjálfunar skilvirkt og áhrifaríkt?
· Bætir fræðslan frammistöðu starfsmanna og árangur fyrirtækis/stofnunar?

Þjónusta

 1. Mótun fræðslu- og starfsþróunarstefnu í samvinnu við stjórnendur og starfsfólk
 2. Greining fræðsluþarfa
 3. Tillögur að fræðslulausnum og/ eða öðrum lausnum
 4. Gerð fræðsluefnis
 5. Þjálfun starfsmanna sem leiðbeinenda
 6. Útvegun leiðbeinenda
 7. Uppbygging innra nets sem tækis til fræðslu og upplýsingamiðlunar
 8. Mat á árangri
 9. Námskeið um stefnumiðaða fræðslu og starfsþróun
 10. Námskeið um stjórnun
 11. Þjónustunámskeið

Fræðslustjóri að láni

Minerva (Árný Elíasdóttir) tekur einnig að sér að sjá um alla ofangreinda þjónustuþætti fyrir minni fyrirtæki og stofnanir.
Ávinningur markvissrar og stefnumiðaðrar fræðslu og starfsþróunar:
· Aukinn árangur fyrirtækis/stofnunar
· Aukin ánægja viðskiptavina
· Aukin starfsánægja
· Aukin hæfni starfsmanna til að takast á við nýjungar og breytingar
· Minni starfsmannavelta