Minerva hóf starfsemi í byrjun árs 2005 og sérhæfir sig í ráðgjöf um fræðslu og frammistöðu starfsmanna í fyrirtækjum og stofnunum.

Hlutverk: Að bæta frammistöðu fyrirtækja, stofnana og einstaklinga með því að bjóða árangursríkar lausnir.

Stefna: Minerva byggir ráðgjöf sína á metnaði, reynslu, faglegum grunni og samstarfi við trausta aðila.

Viðskiptavinir Minervu eru bæði fyrirtæki og stofnanir. Minerva er í samstarfi við www.thekkingarmidlun.is og www.vtlausn.is.

Árný Elíasdóttir er eigandi og framkvæmdastjóri Minervu. Árný er einnig einn eiganda og ráðgjafi hjá Attentus - mannauður og ráðgjöf www.attentus.is.

Árný hefur langa reynslu af alls kyns fræðslu, gerð fræðsluefnis og þjálfun og starfsþróun í einkafyrirtækjum, opinberum stofnunum og skólum. Hún starfaði sem fræðslustjóri Hf. Eimskipafélags Íslands frá 1998? 2004, ritstjóri í gerð fræðsluefnis hjá Námsgagnastofnun 1990 - 1998 og hefur kennt skipulag fræðslu og starfsþróunar við Háskóla Íslands frá 2001. Árný lauk MA námi í skipulagi fræðslu og gerð fræðsluefnis frá San Diego State University árið 1997 og B.Ed. gráðu frá Kennaraháskóla Íslands árið 1975.

Sérsvið Árnýjar eru mótun fræðslu- og starfsmannastefnu, móttaka nýliða, gerð starfslýsinga, þarfagreining fræðslu og þjálfunar, uppbygging fræðslu- og fræðsluefnis, uppbygging innra nets, mat á fræðslu og námskeið um stjórnun og þjónustu.

Sérfræðingar:

Grétar Sveinn Theodórsson lauk MA námi á sviði almannatengsla og markaðsfræða frá Curtin Business School í Ástralíu árið 2006 og BA prófi í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands árið 2005. Hann hefur unnið við almannatengsl og sölu- og markaðsmál fyrir íslensk og erlend fyrirtæki.

Grétar sinnir verkefnum á sviði krísustjórnunar, ímyndarmála, markaðsrannsókna, innri samskipta, samskiptagreiningar og samskiptaáætlana, auk þess að vinna fréttalilkynningar, kynningarefni og sjá um samskipti við fjölmiðla.

Nafnið

Minerva var ein af rómversku gyðjunum. Nafnið stendur fyrir visku, lærdóm, baráttu og sköpun, allt mikilvægir þættir til að ná árangri í lífi og starfi.